Karellen

GRÆNFÁNINN

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.


Umhverfisnefnd

Hlutverk umhverfisnefndar náttúruleikskólans Krakkakots:

  • að hvetja starfsmenn til að fylgja umhverfisstefnu leikskólans eftir
  • að sjá um eftirlit inni á deildum
  • að bera ábyrgð á átaksverkefnum í ýmsum þáttum umhverfisstefnunnar
  • að undirbúa og sækja um Grænfánann annað hvert ár


Í umhverfisnefnd leikskólans sitja eftirfarandi aðilar: leikskólastjóri, verkefnastjóri, fulltrúi
frá eldhúsi ásamt einum fulltrúa frá hverri deild.

Leikskólastjóri eða verkefnastjóri er alltaf fundarstjóri og kosin er ritari í hvert sinn.
Skrá skal hverjir eru mættir á fundinn og fundargerðir skulu settar inn á allar deildar og á heimasíðu Krakkakots. Í byrjun hvers fundar skal farið yfir fundargerð síðasta fundar.

Verkefnastjóri er Lovísa Karítas Magnúsdóttir.

Umhverfisreglur

Umhverfissáttmáli Krakkakots


Fundargerðir grænfánanefndar

Grænfánafundur 28.september 2016

Grænfánafundur 31. ágúst 2016

Grænfánafundur 10. nóvember 2016

Grænfánafundur 23. janúar. 2017

Grænfánafundur barna 10. apríl 2017

Grænfánafundur 14. mars 2017

Grænfánafundur 16. febrúar 2017

Grænfánafundur barna 24. apríl 2017


© 2016 - 2024 Karellen