Á föstudaginn vorum við með kveðju- og afmælisveislu fyrir hana Hjördísi okkar.
Við komum öll saman inn í sal, börn og starfsmenn bæði nýir og gamlir. Laura var með smá kveðju og þakkarorð til Hjördísar og síða...
Krakkakotsleikarnir í Krakkakoti fóru fram föstudaginn 30. júní s.l. en allan júnímánuð hafa börnin farið í skipulagða hreyfingu úti á morgnana. Þar hafa þau farið í leiki, farið útfyrir skólalóðina og fundið krefjandi staði fyrir hreyfingu.
Sumarhátíðin í Krakkakoti var haldin þann 23. júní og voru veðurguðirnir ekki alveg hliðhollir okkur en það var rok og rigning en stytti þó upp þegar gestirnir okkar úr Latabæ komu í heimsókn. Þau eru alltaf jafn vinsæl Íþróttaálfurinn og Solla...
Í morgun kvöddum við fjóra starfsmenn sem eru að láta af störfum. Hafdísi Ósk starfsmanns á Bjarmalandi sem er að fara á vit ævintýranna á öðrum vettvangi, eins vorum við að kveðja Björk matráð og Karen og Höllu sem hafa verið starfsmenn á Óskalandi í vetur. Þær eru ...
Föstudaginn 19. maí var hátíðarstund í Krakkakoti. Sextán börn úskrifuðust úr leikskólanum og nú tekur grunnskólinn við. Yndisleg stund þar sem börnin sungu fyrir gesti sína og fengu útskriftaskjal, útskriftahatt og rós frá kennurum sínum. Það er alltaf söknuður að kve...
Í dag fengum við yndislegan gest í heimsókn, hana Grétu Konráðsdóttur sem kom færandi hendi og færði skólanum að gjöf fallegt hljóðfærasett í minningu um eiginmann hennar Andrés Emil Bjarnason sem hefði orðið 70 ára í lok árs 2022 hefði hann lifað.
Við e...
Það er ævinlega fjör á Öskudaginn. Það var engin undantekning þetta árið. Í skólann mættu allskyns furðuverur bæði stórar og smáar. Kötturinn var slegin úr tunnunni og dansað af hjartans lyst eftir að Tunnumeistarinn deildi með sér góðgætinu sem datt með kettinum úr ...
Dagur leikskólans er ávallt haldin hátíðlegur í Krakkakoti með uppbroti á deginum. Í ár eins og undanfarin ár þá bjuggum við til stöðvar út um allt hús og börnin fengu að flæða á milli deilda og heimsækja hverja stöð ein oft og þau vildu. Börnin fengu líka að hafa á...
Löng hefð er fyrir því að við gerum okkur glaðan dag í Krakkakoti á Bóndadaginn. Við hittumst í salnum og syngjum saman þjóðleg lög, fræðumst um gamla daga og lifnaðarhætti áður fyrr. Börnin fá að sjá gamla muni og smakka hákarl. Það voru þjóðleg börn sem komu í ...
Elsta árgangi skólans var boðið í heimsókn að Bessastöðum í morgun til að hjálpa forsetahjónunum Herra Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid forsetafrú að kveikja á jólatrjánum fyrir utan Bessastaði. Alltaf mikil tilhlökkun í börnunum að heimsækja forsetahjónin. ...