Karellen

Mikilvægt er að börnin hafi fatnað í skólanum sem hæfir þeim
veðrabrigðum sem eru á Íslandi.

Fatnaður sem barnið þarf að hafa á leikskólanum:
  • Í kassanum fyrir ofan hólf barnsins eiga helst að vera: 2 nærföt, 2 sokkar, bolur, sokkabuxur/gammosíur, buxur og peysa
  • Á snaga barnsins fyrir útiföt á að hanga pollagalli allt árið um kring. Á veturna eiga einnig að hanga kuldaföt á snaganum.
  • Í skó hillu deildarinnar eiga að vera stígvél allt árið um kring og kuldaskór eða kuldastígvél yfir vetrartímann.
  • Í hólfi barnsins í fataklefanum á að finna húfu, vettlinga og ullarsokka.
  • Mikilvægt er að allur fatnaður sé merktur svo auðveldara sé að þekkja fatnað og koma óskila fatnaði á réttan stað.
  • Foreldrar koma sjálfir með bleyjur og blautþurrkur fyrir börn sín.

Vinsamlegast takið allan fatnað barnsins með heim á föstudögum og yfirfarið hann.

Kæru foreldrar hjálpið okkur að halda hólfum barnanna snyrtilegum með góðri umgengni.

© 2016 - 2024 Karellen