Karellen

Mat á skólastarfi.

Mat á skólastarfi er liður í lögbundnu eftirlitsstarfi skóla og skólayfirvalda sem hefur þann tilbang að tryggja réttindi nemenda og stuðla að skólaumbótum. Markmið mats og eftirlits er einkum er einkum þríþætt. Í fyrsta lagið að fylgjast með að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskráa. Í öðru lagi að auka gæði skólastarfsins og stuðla að umbótum, tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkæmt lögum. Í þriðja lagi að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Í febrúar annað hvert ár fer fram foreldrakönnun meðal foreldra þar sem þeim gefst kostur á að meta skólastarf leikskólans. Könnuninn innihledur 31 matsþátt í sex flokkum og er á vegum Skólapúlsins. Leikskólastjóri gerir grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar í Ársskýrslu skólans.

Eins sendir Skólapúls annaðhvert ár starfsmannakönnun þar sem starfsmönnum gefst kostur á að leggja mat á skólastarf og aðbúnað. Leikskólastjóri gerir grein fyrir niðurstöðum könnunarinar í Ársskýrslu skólans.

Árið 2017 fórum við að leggja markvistt mat á leikskólastarfið með því að búa til matsáætlun bæði til langs tíma og til eins árs í senn. Leikskólastjóri gerir grein fyrir niðurstöðum innra mats samkvæmt marsáætlun í Árskýrslu skólans.

Einnig erum við daglega að ræða saman um leikskólastarfið á morgunfundum, deildastjórafundum, deildafundum og starfsmannafundum. Umbætur eru gerðar strax að umræðum loknum og þegar fengin er niðurstaða í viðkomandi mál.

Matsáætlun langtíma fyrir skólaárin 2017 - 20120


© 2016 - 2024 Karellen