Karellen

Kærleiksstundir í Krakkakoti.

Alla föstudaga erum við með eina samverustund inni á deildum sem við köllum kærleiksstund. Í þeim stundum syngjum við, kveikjum á kertunum og hugsum til þeirra sem eru heima veikir og gleðjumst með þeim sem eru t. d. Í fríi. Markmiðið er að börnin læri að finna til samkenndar, gleðjast með glöðum og að hugsa vel til samnemenda sinna og kennara.

Við spjöllum um allt milli himins og jarðar við börnin í þessum stundum og komum inn á hluti eins og vináttu, virðingu, fjölbreytileika, fjölmenningu, kærleika og samkennd svo eitthvað sé nefnt. Þetta gerum við gjarnan þannig að það kemur brúða í heimsókn sem kynnir fyrir börnunum allskonar málefni.

Leikskólastjóri býður sr. Hans Guðberg í heimsókn u.þ.b einu sinn í mánuði yfir vetrartímann með gítarinn sinn alveg á forsendum skólans og spilar hann undir söng. Í stundunum fer eki fram kristniboð að neinu tagi. Fyrir stórhátíðir kristinnar trúar ræðum við um það hvers vegna við höldum jól og páska og það er orðin hefð hjá okkur að börnin flytja helgileik fyrir jólin.
© 2016 - 2024 Karellen