Karellen
news

Þorrablót 26.01.2024

11. 02. 2024

Á bóndadaginn gerum við á Krakkakotir okkur glaðan dag þar sem við hittumst í salnum og syngjum saman þjóðleg lög, fræðumst um gamla daga og lifnaðarhætti áður fyrr. Börnin fá að sjá myndir frá því um 1900 og einnig að sjá með eigin augum gamla hluti.

Í lok samverustundar í sal voru það hugrökku börnin sem löggðu í að smakka smá hákarl. Í hádeginu var boðið upp á þann þjóðlega rétt slátur og smakk af sviðasultu og harðfisk.

© 2016 - 2024 Karellen