Karellen

Veikindi barna og önnur fjarvera

Foreldrar eru beðnir um að tilkynna veikindi og aðra fjarveru barna sinna í síma 5502330 eða með því að skrá fjarveru í leikskólaappið Karellen.

Leikskólastarf miðar að því að öll börn geti teki þátt í öllu daglegu starfi eins og útiveru, hreyfingu og öðrum viðburðum útivið. Veikist barn þarf það að dvelja heima þar til það er tilbúið að taka þátt í öllu daglegu starfi leikskólans.

Foreldrar geta óskað eftir að barn sé inni í einn til tvo daga eftir veikindi. Eftir langvarandi veikindi þá metum við í samráði við foreldra þörf á lengri inniveru.

© 2016 - 2024 Karellen