Karellen

Daglegt starf

Daglegt líf í leikskólanum markast af föstum athöfnum sem eru sniðnar að þörfum barnanna, þroska þeirra,aldri, samsetningu barnahóps og dvalartíma.

Dagsskipulagið myndar ramma utan um uppeldisstarfið á leikskólanum. Það heldur starfinu í hæfilega föstum skorðum og skapar festu og öryggi sem eykur vellíðan barna og starfsfólks. Í dagsskipulaginu ríkir jafnvægi á milli mismunandi þátta: frjálsra inni og útileikja, félagslegra samskipta, einstaklingsverkefna, hvíldar og þátttöku í leik og starfi. Ákveðnar tímasetningar á daglegum atburðum gefa starfinu festu og tryggja hæfilegan og samfelldan tíma til leikja og skapandi starfs. Mikið er lagt upp úr að allt umhverfi barnanna sé rólegt og heimilislegt.

Dagskipulag leikskólans yngri deildir-Draumaland, Undraland og Óskaland

Kl. 7:30 Leikskólinn opnar. Tekið á móti börnum á Undralandi. Agga, Laura eða Hjördís taka á móti börnunum á morgnana.
Kl. 8:00-9:00 Morgunverður inni á deildum rólegir leikir
Kl.9:00-9:45 Leikur og samvera
Kl.9:30-10:00 Ávaxtatími,klæða út
Kl. 10:00-10:40 Útivera. Leikur úti.
Kl. 10:45-11:00 Sungið saman í samverukrók meðan skipt er um bleyju og hendur þvegnar
Kl. 11:00-11:30 Matartími. Börnum skipt niður á borð með kennurum sínum
Kl. 11:30-14:30 Hvíld. Börnin sofa mis lengi. Vakna í rólegheitum og kúra þar til þau eru tilbúin í leik. Möguleiki á að þau sem vakna snemma geti farið aðeins út eftir hádegi.
Kl. 14:30-15:00 Síðdegishressing
Kl. 15:00-15:20 Samvera í litlum hópum eða einum stórum. Söngur, lestur, leikur. Fyrir eða eftir síðdegishressingu.
Kl.15:20- 16:15 Frjáls leikur í litlum hópum. Fínhreyfingar þjálfaðar.
Kl. 16:15-16:30 Börnum safnað saman í samverukrók. Börn sótt.
Kl. 16:30 Börn sem ekki hafa verið sótt kl. 16:30 fara á Óskaland og er skilað þar.

Dagskipulag eldri deildir- Álfaland, Bjarmaland og Heimaland.

Kl. 7:30 Leikskólinn opnar. Tekið á móti börnum á Undralandi. Agga, Laura eða Hjördís taka á móti börnunum á morgnana.
Kl. 8:00-9:00 Morgunverður í sal skólans. Rólegur leikur inni á deildum.
Kl.9:00-11:00 Nám og leikur. Nám í leik, inni/úti, listakrókur
Kl.9:45 Ávaxtatími
Kl. 11:00 Farið á salerni og hendur þvegnar
Kl. 11:00-11:30 Samvera. Samverustundir í litlum hópum eða stærri hópum. Málörvunartímar.
Kl.11:30-12:00 Matartími. Börnum skipt niður á borð með kennurum sínum
Kl. 12:00-12:30 Hvíld. Sum yngstu börnin leggjast niður og sofna, eldri hlusta á sögu eða tónlist.
Kl. 12:30-14:00 Útivera
Kl. 14:30-15:00 Söngur og Síðdegishressing
Kl.15:00- 15:30 Samverustund í litlum hópum. Málörvun, lestur bóka, spil, sköpun.
Kl. 16:15-16:30 Börnum safnað saman í samverukrók. Börn sótt.
Kl. 16:30 Börn sem ekki hafa verið sótt kl. 16:30 fara á Óskaland og er skilað þar.

© 2016 - 2024 Karellen