Karellen

Dýrin okkar, dýrin okkar,

veita gleði og yl........

Sérstaða Náttúruleikskólans Krakkakots sem leikskóla er m.a. sú að við höfum dýr sem fastan punkt í starfinu. Dýrin og umhirða þeirra er ákaflega gefandi og lærdómsrík fyrir börnin. Í umgengni þeirra við dýrin læra þau að við þurfum að hugsa um að finna þeim mat að borða t.d. safna heyi á sumrin. Matarafgangar okkar nýtast til að fæða dýrin og þau geta gefið okkur gleði við að horfa á þau og fylgjast með atferli þeirra. Það þarf að hugsa um að þrífa í kring um dýrin og hlú að þeim verði þau veik. Dýrin okkar eru kanínur útivið og inni erum við með fiska, páfagauka og froska.


null

© 2016 - 2024 Karellen