Karellen
news

Jólaball

15. 12. 2023

Mikið var gaman á jólaballinu í dag hjá okkur. Fyrst komu yngri börnin inn í sal og dönsuðum við fullt áður en jólasveinarnir komu til okkar. Þeir voru mjög rólegir og stóðu til hliðar við börnin þannig þau sem vildu gátu labbað til þeirra. Þeir voru með gítar og sungu við nokkur lög áður en börnin fóru inn á deild og fengu bækur að gjöf frá jólasveinunum.

Þegar eldri börnin komu inn í sal voru jólasveinarnir komnir og var strax farið að syngja og dansa í kringum jólatréð. Var mjög skemmtilegt og auðvitað sögðu þeir fullt af bröndurum og sungu sum jólalögin vitlaus. Eftir ballið fóru börnin inn á sínar deildir og fengu einnig bækur að gjöf.


© 2016 - 2024 Karellen