Karellen
news

Leikrit í sal

06. 12. 2023

Á þriðjudaginn fengu tveir elstu árgangarnir leiksýninguna um Nátttröllið Yrsu sem sér fram á einmanalega jólahátíð þar sem foreldrar hennar og systkini eru öll orðin að steini.

Sagan af Yrsu hefur ríkan boðskap, Yrsa tekur á það ráð að fanga lítinn skógarþröst og læsa hann inni í helli sínum svo hún hafi félagsskap yfir jólin. Skógarþrösturinn er á öðru máli og hjálpar henni að sjá hlutina í nýju ljósi. Þetta er hjartnæm saga um einmana tröll sem þarf að læra að setja sig í spor annarra og hver veit, kannski eignast hún vin í leiðinni?

Krakkarnir okkar voru yndilseg þau sátu allan tímann full af áhuga og tók þátt í að syngja með skógarþrestinum og hlæja að kjánalátunum í Yrsu.


© 2016 - 2024 Karellen