Karellen
news

Vináttusamvera og Blær bangsi

07. 10. 2022

Í mogun var fyrsta Vináttusamvera vetrarins í Krakkakoti. Börnin komu í salinn og sungu saman vináttusöngva. En á gólfinu í salnum var leynigestur en þar lá Blær bangsi og svaf undir teppi.

Þegar Blær vaknaði þá ræddi hann við börnin um vináttu og vinsemd og afhenti nýju börnunum "hjálparbangsa" sem öll börn í Krakkakoti eiga til að knúsa í Krakkakoti.

Alltaf gaman að syngja saman.

Svo var ein afmælisstelpa í eldri hópnum og einn afmælisstrákur í yngri hópnum en við eigum bara mynd af afmælisstelpunni.

© 2016 - 2023 Karellen