Karellen
news

Útskrift og opið hús.

24. 05. 2022


Fimmtudaginn 19. maí var hátíðisdagur hér í Krakkakoti. Í fyrsta sinn eftir Covid gátum við boðið foreldrum að koma í heimsókn í leikskólann og gleðjast með okkur.

Hátíðin byrjaði með því að 19 börn útskrifuðust formlega úr leikskólanum og að útskrift lokinni var Krakkakot opnað upp á gátt til að taka á móti gestum sínum. Á öllum deildum gat að lýta hluta af þeim verkum sem börnin hafa verið að vinna að í þemavinnu nú í vor.

Gestum var boðið að ganga um skólann, skoða sig um og þyggja veitingar.

Við þökkum börnunum sem nú fara brátt að kveðja leikskólann sinn fyrir samfylgdina þessi ár sem þau hafa verið með okkur og óskum þess að framtíð þeirra verði eins björt og falleg og þau. það hefur verið yndislegt að fylgjast með þeim þroskast og dafna.

Foreldrum þeirra þökkum við gott og gefandi samstarf.

Við þökkum öllum sem komu og heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna.

© 2016 - 2023 Karellen