Karellen
news

Krakkakot komið í jólabúning á afmælisdaginn

01. 12. 2021

Í dag á Krakkakot 31 árs afmæli. Í morgun þegar börnin mættu í skólann var starfsfókið búið að færa Krakkakot í jólabúning. Við gerðum okkur glaðan dag og fengum pizzu í hádeginu og piparkökur og mandarínur í kaffinu.


Á þessum degi er hefð fyrir því að bjóða foreldrum í morgunstund í Krakkakoti en vegna sóttvarna þá var það því miður ekki hægt. Gleðilega aðventu kæru vinir.

© 2016 - 2022 Karellen