Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu

16. 11. 2021

Dagur íslenskrar tungu var haldin hátíðlegur í Krakkakoti í morgun eins og um land allt.

Börnin á elstu deildunum þremur skiptust á að koma fram og syngja eða fara með þulur og ljóð fyrir börnin á öðrum deildum en þeirra egin.

Börnin á yngri deildunum tveimur komu saman á söngfundi í salnum og sungu saman í tilefni dagsins.

Það var gaman að sjá hvað börnin stóðu sig vel og voru greinilega búin að æfa sig vel fyrir viðburðinn.

© 2016 - 2022 Karellen