Karellen
news

Bakað fyrir jólin

24. 11. 2022


Það er 30 ára hefð fyrir því að börnin í Krakkakoti baki úr gerdegi fyrir jólin. Við köllum afraksturinn "gerkarla" sem við hengju upp fyrir ofan hólf barnanna bæði til að fá góða lykt í fataklefann og til að skreyta fataklefann fyrir jólin.

Í vikunni hafa flest börnin verið að baka "gerkarlana" sína en börnin á Álflalandi baka sína næstkomandi mánudag.

Til gamans fær uppskriftin að fljóta hér með, það er tilvalið að gera svona heima og búa til hurðakransa eða jafnvel aðventustjaka úr brauðfléttu, nú eða "gerkarla"


Uppskrift.

3 dl. sjóðandi vatn

3 dl. mjólk

1 bréf þurrger

4 msk sykur

1 tsk kardimommudropar

800 gr hveiti

80 gr olía

Vatn og mjólk blandað saman og gerið látið leysast upp í blöndunni, Sykur, kardimommur og hveiti sett út í ásamt olíunni og hnoðað vel. Sett í skál og látið hefast í 30 mín við stofuhita. Bakað við 170 gráður í nokkuð langan tíma eða þar til baksturinn er orðin nokkuð harður. Til að geta notað baksturinn til skrauts þarf að baka hann nokkuð lengi án þess að brenna hann.


© 2016 - 2024 Karellen