Karellen
news

föstudagsfrétt 24.11.23

24. 11. 2023

Hæhæ,

Á mánudaginn vorum við öll inni fyrir hádegi að leika saman. Eftir hádegi fórum við öll út.

Á þriðjudaginn voru allir inni fyrir hádegi í rólegum leik og jólaföndri. Við vorum svo í stórri samveru í markvissri málörvun og þennan þriðjudaginn ákváðum við að ríma og sjáum við mikinn framför hjá hópnum þau eru virk og áhugasöm sem okkur finnst frábært. Eftir hádegi fórum við svo öll út í hressilegt veður og skemmtum okkur vel að drullumalla og hoppa í pollum.

Á miðvikudaginn vorum við inni fyrir hádegi að föndra og leika saman. Fórum svo út eftir hádegi og 2019 börnin fóru til Díönu í sínum hópum.

Á fimmtudaginn voru nokkrir sem vildu fara út fyrir hádegi og fóru þá út tvisvar þeir sem voru inni skelltu sér í lubbastund. Við fórum svo öll út eftir hádegi.

Í dag er loksins dótadagur og allir ofur kátir með það, okkur finnst svo gaman að sjá hvað allir eru duglegir að skiptast á með dótið sitt. Við vorum öll inni saman að leika með dótið okkar og skelltum okkur svo á ball með stuðsveitinni. Eftir hádegi ætlum við öll út að leika.

© 2016 - 2024 Karellen