Karellen
news

föstudagsfrétt 17.11.23

17. 11. 2023

Hæhæ kæru foreldrar.

Við erum öll að komast í jólagírinn hérna á Álfalandi. Í þessari viku erum við búin að föndra fyrir jólin og hlusta á jólalög. Í næstu viku ætlum við aðeins að byrja að syngja jólalög í samverustundunum okkar.

Á mánudaginn fór rauði hópurinn út fyrir hádegi og guli hópurinn var í frjálsum leik inni á meðan. Eftir hádegi fór svo guli hópurinn út. Við vorum að föndra allskonar jólaskraut yfir daginn.

Á þriðjudaginn voru allir inni fyrir hádegi í rólegum leik og jólaföndri. Eftir hádegi fórum við svo öll vel klædd út í veðurblíðuna.

Á miðvikudaginn fór guli hópurinn út fyrir hádegi. 2019 hópurinn fóru til Díönu og skemmtu sér vel. Svo fór rauði hópurinn út eftir hádegi.

Á fimmtudaginn var samvera í sal í tilefni degi íslenskrar tungu. Eftir það fóru báðir hóparnir út að leika og aftur allir út eftir hádegi. Í hádeginu var aldeilis pylsupartý við settum upp svona pylsustöð þar sem börnin fóru í röð og fengu svo að velja sér sæti þetta vakti mikla lukku hjá þeim og margir tala um að það hafi verið pylsubúð hjá okkur.

Í dag fór rauði hópurinn í íþróttahúsið og voru til fyrirmyndar þar komu svo í leikskólann í rólegan leik inni. Guli hópurinn fór út fyrir hádegi. Blær kíkti til okkar í samverustund og skoðaði tvö ný spjöld með okkur. Eftir hádegi fórum við öll út að leika.

kær kveðja allir á Álfalandi

© 2016 - 2024 Karellen