Karellen
news

Föstudagsfrétt 3.11.23

03. 11. 2023

Hæhæ!

Á mánudaginn var allur hópurinn inni fyrir hádegi að klára hrekkjavöku skrautið sitt og að leika í frjálsum leik. Eftir hádegi fóru allir út að leika og komu kátir krakkar inn að borða í kaffitímanum. Dagurinn endaði á frjálsum leik á sínum svæðum og rólegheitum.

Á þriðjudaginn var loksins komin hrekkjavaka og mættu til okkar allskonar stórkostlegar verur í fullu fjöri. Við vorum með hrekkjavökupartý í stað samverustundar þar sem við dönsuðum og skemmtum okkur vel. Eftir hádegi fórum við svo öll út í ferska loftið og áttum góðar stundir þar.

Á miðvikudaginn fór guli hópurinn út fyrir hádegi að leika á meðan rauði hópurinn var inni í frjálsum leik. Eftir hádegi fór rauði hópurinn út á meðan guli hópurinn var inni í frjálsum leik. 2019 börnin fóru í sínum hópum til Díönu og skemmtu sér vel þar. Í lok dags var rólegur leikur á sínum svæðum.

Á fimmtudaginn fór guli hópurinn út að leika fyrir hádegi og rauði hópurinn var inni og fór í lubba stund í þessari viku voru krakkarnir að læra um stafinn N. Eftir hádegi fóru svo allir út að leika. Við enduðum daginn á rólegum leikÍ dag fór rauði hópurinn í íþróttahúsið á meðan var guli hópurinn í lubba stund eftir það fór guli hópurinn út og krakkarnir sem voru í íþróttahúsinu voru inni í frjálsum leik.

Í dag var vinafundur í sal með Heimalandi og eldri hópnum á Óskalandi þar sungum við lög saman og vorum með Blæ bangsana með okkur. Eftir hádegi fór rauði hópurinn út og guli hópurinn var inni í rólegum leik.

Góða helgi

Bestu kveðjur Álfalandsgengið


© 2016 - 2024 Karellen