news

Útskrift elstu barna leikskólans.

27. 05. 2021

Á þessum fallega degi í dag voru elstu börnin okkar í Krakkakoti sem eru að fara í Álftanesskóla í haust útskrifuð. Heppnin var algerlega með okkur í dag því veðrið var yndislegt. Pabba og mömmu var boðið til útskiftarinnar sem var með örlítið öðru sniði en venjulega.

Stundin heppnaðist fullkomlega þar sem börnin sungu svo fallega fyrir foreldra sína og tóku við útskriftaskjölum og fengu útskriftahatta sem þau höfðu búið til sjálf hjá Díönu.

Eftir útsrift var gestum boðið upp á smá veitingar í góða veðrinu. Við óskum öllum þessu frábæru einstklingum góðs gengis í framtíðinni og þökkum þeim fyrir tímann sem við fengum að vera með þeim í Krakkakoti.

© 2016 - 2021 Karellen