Karellen

null

Uppeldi til ábyrgðar

Öryggi- Ást og umhyggja- Áhrif- Gleði- Frelsi

Náttúruleikskólinn Krakkakoti tileinkar sér vinnuaðferðir, Uppeldis til ábyrgðar (Restitution). Höfundur stefnunnar er Diane Gossen.
Samkvæmt stefnunni höfum við öll fimm grunnþarfir; Öryggi, ást og umhyggju, áhrif, gleði og frelsi. Öll hegðun hefur tilgang, tilgangurinn er yfirleitt sá að finna leið til að uppfylla þarfir sínar. Á þessari leið gerum öll einhvertíman mistök. “Það er í lagi að gera mistök”, því af mistökunum lærum við. Barninu er kennt að það er í lagi að gera mistök en það þarf að gera sér grein fyrir mistökum sínum og finna leið til að leiðrétta mistökin og læra af þeim. Þannig getur barnið komið sterkara inn í barnahópinn eða aðstæður sínar á ný.

Uppbyggingarstefnarn er aðferð til að ýta undir jákvæð samskipti. Hún byggir á að ná samstöðu um lífsgildi og fylgja þeim eftir með fáum skýrum reglum. Uppbyggingarstefnan miðar að því að kenna börnum og unglingum sjálfstjórn og sjálfsaga og að ýta undir sjálfstraust. Uppbygging sjálfsaga leggur áherslu á jákvæð samskipti, ábyrgð og virðingu.

“Haltu því sem þú kannt, bættu við nýrri þekkingu”, segir höfundur stefnunnar Diane Gossen. Þetta höfum við í Krakkakoti ákveðið að gera, við leggjum ekki til hliðar alla okkar þekkingu sem okkur hefur reynst vel og vitum að vikrar heldur bætum við smáms saman við eftir því sem við tileinkum okkur aðferðir Uppeldi til ábyrgðar betur. Von okkar er sú að starfsaðferðir Uppendis til ábyrgðar verði á endanum aðferð sem verður ríkjandi í skólanum okkar.


Uppbyggingarstefnan snýr ekki síður að hinum fullorðnu í skólanum en börnunum. Við þurfum einnig að vinna með okkar lífsgildi, viðhorf og hlutverk í anda stefnunnar. Starfsfólk Krakkakots hefur í anda stefnunnar búið sér til leiðarljós til að starfa eftir, sem eru; Áhugi, virðing og jákvæðni .
Þegar barni verður það á að gera mistök, er mikilvægt að hinir fullorðnu bregðist rétt við. Það hefur lítinn tilgang að fara að skammast og rífast.
Það sem ber helst að forðast eru vonlausu viðbrögðin fimm: afsakanir, ásakanir, skammir ,tuð og uppgjöf. Það sem skiptir mestu máli er barnið finni sjálft leið til að leysa málið. Ef það finnur ekki leiðina sjálft, býður hinn fullorðni barninu hjálp.
Við einbeitum okkur að lausninni, en ekki að vandamálinu. Í lausninni er fólginn sá lærdómur sem við drögum af mistökunum.


Vinnan með börnunum er fólgin í því að fjalla um:

• Tifinningar, geta gert sér grein fyrir tilfinningum sínum, “hvernig líður mér”.
• Rætt um hverja þörf fyrir sig og unnin verkefni í kjölfarið og börnin læra söng tengdan þörfunum.
• Unnið með lífsgildi og reglur. Hverjar eru reglurnar í skólanum, en heima? Hver eru lífsgildinn á bak við reglurnar.
• Skýr mörk. Óásættanleg hegðun og viðulög viðhenni.Uppbyggingarstefnan gengur út á að einstaklingurinn læri að fá þörfum sínum fullnægt án þess að ganga yfir þarfir annarra - það er ekki í boði. Til að stuðla að öryggi og vellíðan allra í leikskólanum þurfa að vera skýr mörk um hvað má og hvað má alls ekki gera - yfir þau mörk má ekki fara og ef það er gert hefur það afleiðingar í för með sér ( barnið fer afsíðis, á fyrirfram ákveðin stað til að hugsa málið og láta sér renna reiðin, þegar barnið er tilbúið snýr það til baka, barnið skýrir frá hvaða leið það ætlar að fara til að leiðrétta mistök sín, málin rædd með fullorðnum aðila, niðurstaða eða sættir fundnar)

Óásættanleg hegðun:

Ekki meiða (bíta, klípa, sparka, klóra, pota, kasta grjóti)

 Ekki viðhafa ljótt orðbragð

 Ekki skemma


• Sáttmáli. Það styrkir börn að hafa sameiginlega sýn á góð samskipti í leikskólanum. Börn eldri deildanna útbúa deildarsáttmála þar sem gengið er út frá spurningunni. “Hvað getum við gert til að öllum líði vel á t.d. Bjarmalandi?”. Þegar allir eru orðnir sammála um hvað á að standa í sáttmálanum skrifum við undir hann með t.d. fingrafari, handafari eða með því að teikna sjálfsmynd og líma á sáttmálann.

• Stutt inngrip. Hinn fullorðni í leikskólanum notar gjarnan stutt inngrip til að leiða barnið á rétta braut.

Dæmi:

 A. Stutt inngrip (Bjóða aðstoð sína með því að spyrja). Hvenær ertu tilbúinn?

 Þarftu einhverja hjálp?

 Get ég hjálpað þér?

 B. Stutt inngrip (spyrja leiðbeinandi spurninga).

 Hvað áttu að vera að gera núna?

 Hvert er þitt hlutverk?

 Er það sem þú ert að gera núna að virka (hjálpa eða skeppa fyrir)eða ekki?


Samhljómur milli hins fullorðna og barnsins.
• Góður kennari er vinur nemenda sinna setur þeim skýr mörk og ræðir við þá á uppbyggjandi hátt þannig að þeir geti tekið ábyrgð á eigin gerðum.

• Allan daginn eru nemendur og kennarar að syngja saman, það er ósk okkar að við berum gæfu til að syngja sama lagið og þó að það tóni ekki alltaf vel saman, þá náum við að lokum að fá rétta hljóminn ef við erum dugleg að æfa okkur.

© 2016 - 2024 Karellen