news

Úthlutun leikskólaplássa í leikskólum Garðabæjar.

15. 02. 2021

Vakin skal athygli á því að fyrsta úthlutun leikskólaplássa í leikskólum Garðabæjar fer fram miðvikudaginn 3. mars. Þann dag verður börnum fæddum 2019 og eldri boðið pláss. Einnig verður börnum sem óskað hafa eftir flutningi milli leikskóla boðið pláss þennan dag og opnað fyrir skráningu í 5 ára deildum í Flataskóla og Barnaskóla Hjalla. Bent er á að staðfesta þarf leikskólapláss innan 10 daga frá úthlutun.

Miðvikudaginn 24. mars fer svo fram úthlutun leikskólaplássa fyrir börn fædd 2020 eins langt inn í árið og pláss í leikskólunum leyfa.

© 2016 - 2021 Karellen