Karellen
news

Þorrablót í Krakkakoti

22. 01. 2021

Okkar árlega þorrablót í Krakkakoti var haldið hátíðlegt í dag á Bóndadag. Börnin og starfsfólk mættu í þjóðlegum fötum í skólann sem setti skemmtilegan svip á daginn. Við hittumst frammi í sal í tveimur, hópum eldri börnin fyrst og svo yngri börnin og fræddumst um gamla tímann. Þetta var í fyrsta skipti í marga mánuði sem við hittumst í salnum.

Hvernig voru lifnaðarhættir í gamla daga, hvað borðaði fólk, hvernig leikföng voru í gamla daga og svo sungum við þorra söngva. Minni karla var sungið fyrir strákana og mynni kvenna fyrir stelpurnar ásamt fleiri þjóðlegum lögum

Við vorum svo heppin að fyrrum starfsmaður hjá okkur hún Sæbjörg kom og hjálpaði Hjördísi leikskólastjóra að sýna smá spuna leik í kringum þessa gömlu hluti.




© 2016 - 2024 Karellen