news

Sumarhátíð

11. 06. 2019


Hin árlega sumarhátíð Krakkakots var haldin föstudaginn 7. júní í blíðskapar veðri. Foreldrar og aðrir venslamenn fjölmenntu á hátíðina sem var öll hin ánægjulegasta. Leikhópurinn Lotta kom og skemmti börnunum og gestum þeirra. Foreldrarnir gátu leikið með börnum sínum í hinum ýmsu leikstöðvum sem sarfsfólk Krakkakots var búið að setja upp og svo voru auðvitað grillaðar pylsur með öllu tilheyrandi.

Frábær dagur og við þökkum gestum okkar hjartanlega fyrir komuna.

© 2016 - 2020 Karellen