Karellen
news

Samskiptasáttmálar

21. 10. 2020

Nú hafa elstu deildirnar þrjár í Krakkakoti búið sér til samskiptasáttmála. Sáttmálinn er lýðræðislega unnin af öllum börnum viðkomandi deildar. Þau fá öll að segja hvað þeim finnst mikilvægt að við þurfum að gera til að okkur geti öllum liðið vel saman. Svo er komist að niðurstöðum um hvaða reglur við vijum hafa á samskiptasáttmálanum og þær skrifaðar upp ýmist af kennurunum eða börnunum sjálfum. Svo þurfa allir að skrifa undir sáttmálann með t.d. handafari, fótafari eða bara með mynd sem börnin teikna af sjáfu sér.

Við getum svo bennt hvort öðru á "mannstu, við ætluðum öll að vera góð hvert við annað" og benda því til sönnunar á sáttmálann sem við erum öll búin að skrifa undir.

© 2016 - 2024 Karellen