news

Blær komin úr löngu sumarleyfi.

01. 10. 2021

Í mogun fengu börnin okkar frábæra Blæ aftur inn í skólastarfið úr löngu sumarleyfi. Blær sagðist hafa farið í sumarleyfi til Ástralíu að hitta vini sína þar. Á leið sinni til baka hitti hann vini sína sem áttu hvergi heima og sagði börnunum frá því að við sem byggjum jörðina eigum hana öll saman. Öll börn hafa rétt á því að eiga heimili og fjölskyldu. Bær bað alla um að hjálpast að við að vera vinsamlegir við alla hvar sem þeir búa, hvernig sem eru á litinn og hvaða tungumál sem þeir tala. Börnin sungu vinasöngva með Blæ og að lokum töfraði Bær alla litlu "hjálparbangsana" upp úr töfrakassanum sínum.

© 2016 - 2021 Karellen