Karellen
news

Yndisleg gjöf frá yndislegum velunnara Krakkakots

03. 03. 2023

Í dag fengum við yndislegan gest í heimsókn, hana Grétu Konráðsdóttur sem kom færandi hendi og færði skólanum að gjöf fallegt hljóðfærasett í minningu um eiginmann hennar Andrés Emil Bjarnason sem hefði orðið 70 ára í lok árs 2022 hefði hann lifað.

Við erum innilega þakklát fyrir þessa fallegu gjöf en Gréta sagði sjálf að hana langaði til að gefa skólanum gjöf í minningu Andrésar þar sem "afleggjararnir" hennar hafa nær allir gengið hér í leikskóla þ.e. bæði börn og barnabörn.

Hafðu hjartans þakkir elsku Gréta fyrir fallega gjöf.

© 2016 - 2023 Karellen