Karellen
news

Útskrift 2023

26. 05. 2023

Föstudaginn 19. maí var hátíðarstund í Krakkakoti. Sextán börn úskrifuðust úr leikskólanum og nú tekur grunnskólinn við. Yndisleg stund þar sem börnin sungu fyrir gesti sína og fengu útskriftaskjal, útskriftahatt og rós frá kennurum sínum. Það er alltaf söknuður að kveðja börnin sem eru að fara að hætta í leikskólanum. Við óskum þeim alls hins besta og megi framtíð þeirra verða björt og falleg eins og þau eru. Hvert og eitt þessara barna hefur blómstrað á sinn fallega hátt og hvert og eitt þeirra er einstakt.

Við óskum börnum og foreldrum til hamingju og þökkum foreldrum fyrir komuna og fyrir að taka þátt í þessum eftirminnilega degi með því að leggja til veitinar á hlaðborð sem allir gæddu sér á eftir athöfnina.

© 2016 - 2024 Karellen