Karellen
news

Trjónukrabbi

26. 10. 2022

Börnin á Álfalandi og Heimalandi nutu þess í gær að foreldri færði okkur Trjónukrabba til að skoða.

Trjónukrabbinn hefur fjögur pör af gangfótum sem eru lengri en skjöldurinn. Framan við ganglimina eru tvær griptengur sem eru styttri en gildari en fæturnir og enda í sterklegri kló. Trjónukrabbinn er brúnn eða rauðbrúnn á litinn að ofan en nærri hvítur að neðan.

Við Ísland er trjónukrabbi algengur við alla landshluta. Hann lifir á klappar-, grjót- og sandbotni frá lágfjörumörkum niður á 200 m dýpi en er algengastur grynnra en á 50 m dýpi.

Trjónukrabbinn hefur fjölbreyttan matseðil. Stór hluti af fæðu hans eru þörungar en hann étur einnig önnur dýr eins og sæfífla og fleira. Hann étur einnig hræ ef hann nær í.

Eftir að trjónukrabbinn hefur myndað um sig skel stækkar hún ekki. Á meðan hann er að vaxa þarf hann því oft að skipta um skel og myndar þá utan um sig stærri og stærri skel. Þegar ný skel myndast utan um líkamann blæs hann sig út svo að skelin verði vel við vöxt.

© 2016 - 2024 Karellen