Karellen
news

Þorrablót í Krakkakoti

20. 01. 2023

Löng hefð er fyrir því að við gerum okkur glaðan dag í Krakkakoti á Bóndadaginn. Við hittumst í salnum og syngjum saman þjóðleg lög, fræðumst um gamla daga og lifnaðarhætti áður fyrr. Börnin fá að sjá gamla muni og smakka hákarl. Það voru þjóðleg börn sem komu í salinn í morgun klædd lopapeysum og ullarsokkum með víkingahjálm á höfðinu. Í hádeginu var boðið upp á þann þjóðlega rétt slátur og smakk af sviðasultu og harðfiski.

Við sendum bóndadagskveðju til allra karla á Íslandi og segjum Áfram Ísland á leikdegi íslenska karlaliðsins í handbolta á HM.

© 2016 - 2023 Karellen