Karellen
news

Sumarhátíð 2023

04. 07. 2023


Sumarhátíðin í Krakkakoti var haldin þann 23. júní og voru veðurguðirnir ekki alveg hliðhollir okkur en það var rok og rigning en stytti þó upp þegar gestirnir okkar úr Latabæ komu í heimsókn. Þau eru alltaf jafn vinsæl Íþróttaálfurinn og Solla stirða. Þau fóru alveg á kostum og fengu bæði börn og starfsfólk til að taka þátt í sprellinu.

Því næst fengu allir sér pylsur og safa og svo var tekið til við að sulla. Búin var til rennibraut með vatni og sápu niður hólinn og heppnaðist hún ágætlega, feður barnanna voru duglegir við að hjálpa til og krakkarnir okkar úr vinnuskólanum stóðu sig eins og hetjur við að vökva brautina.

Brunaslangan var tekin úr, vatnsbyssur og ker og balar fylltir af vatni og sápu og svo var sullað af hjartans lyst. Okkur fannst dagurinn heppnast frábærlega. Takk fyrir komuna kæru foreldrar, afar, ömmur og systkini.

© 2016 - 2024 Karellen