Karellen
news

Stuðsveitin Fjör í heimsókn

30. 09. 2022

Við fengum aldeilis góða gesti í heimsókn í leikskólann í morgun. Stuðsveitin Fjör mætti með hljóðfærin sín og spilaði undir fjöldasöng í salnum. Allir svo glaðir að fá þessa góðu vini okkar aftur í heimsókn í leikskólann en þeir hafa ekki komið síðan Covid byrjaði fyrr en nú. Þeir ætla að heimsækja okkur síðasta föstudag í mánuði í vetur. Það vantaði þó einn hljómsveitarmeðliminn en hann er á hljómleikaferðalagi um Evrópu.

Það var reglulega gaman að sjá hvað börnin nutu þess að syngja við tólistarundirleik og hlusta á þá spila. Litlu krílinn okkar komu vikrkilega á óvart og kipptu sér ekkert upp við að mæta á tónleika í salinn.

Við erum mjög þakklát fyrir að eiga svona góða vini sem mæta hér og gefa okkur svona dýrmætar stundir af sínum dýrmæta tíma.


© 2016 - 2023 Karellen