Karellen
news

Öskudagurinn 2023

02. 03. 2023

Það er ævinlega fjör á Öskudaginn. Það var engin undantekning þetta árið. Í skólann mættu allskyns furðuverur bæði stórar og smáar. Kötturinn var slegin úr tunnunni og dansað af hjartans lyst eftir að Tunnumeistarinn deildi með sér góðgætinu sem datt með kettinum úr tunnunni.

Líf og fjör á Öskudegi og í hádeginu var pizza en það höfðu börnin á Álfalandi kosið í lýðræðislegri kosningu. Börnin á elstu deildunum fá nú að kjósa um hvað er í matinn einu sinni í mánuði og Álfaland reið á vaðið og kaus pizzu þ.e. flestir völdu pizzu en það komu alls konar hugmyndir og sem dæmi soðin fiskur og kartöflur.

Næst eru það börnin á Heimalandi sem velja hvað á að vera í matinn einn dag í mars.

© 2016 - 2023 Karellen