Karellen
news

Kveðju og afmælisveisla

04. 08. 2023

Á föstudaginn vorum við með kveðju- og afmælisveislu fyrir hana Hjördísi okkar.

Við komum öll saman inn í sal, börn og starfsmenn bæði nýir og gamlir. Laura var með smá kveðju og þakkarorð til Hjördísar og síðan söng Halldóra nokkur lög.


Börnin færðu Hjördísi gjafir frá leikskólanum og foreldrafélaginu og síðan fékk hún knús frá mörgum barnanna.


Þetta var falleg stund og þökkum við Hjördísi kærlega fyrir allt sem hún hefur gefið og gert fyrir Krakkakot. Við óskum Hjördísi alls hins besta í framtíðinni

© 2016 - 2024 Karellen