Karellen
news

Krakkakotsleikarnir 2023

04. 07. 2023


Krakkakotsleikarnir í Krakkakoti fóru fram föstudaginn 30. júní s.l. en allan júnímánuð hafa börnin farið í skipulagða hreyfingu úti á morgnana. Þar hafa þau farið í leiki, farið útfyrir skólalóðina og fundið krefjandi staði fyrir hreyfingu.

Heyfimánuðinum lýkur svo með "Krakkakotsleikunum" þar sem starfólkið setur upp stöðvar út um alla leikskólalóð. Að þessu sinni sáu nokkrir af okkar frábæru sumarstarfsmönnum um framkvæmdina sem heppnaðist afskaplega vel. Frábærlega upp sett hjá þeim og krakkarnir alsælir. Allir fengu svo ávaxtanammi og medalíu þegar komið var í mark.

© 2016 - 2024 Karellen