Karellen
news

Jólaball

16. 12. 2021

Föstudaginn 10 desember var jólaball í Krakkakoti. Við ákváðum að færa jólaballið út að bæjartrénu okkar sem er hér í bakgarðinum og dansa í kringum það. Við áttum ekki von á að jólasveinar mundu láta sjá sig (þar sem þeir voru ekki komnir til byggða) en það kom þó einn. Við höldum að það hafi verið Stekkjastaur en karl greiið gat bara alls ekki tjáð sig neitt, hann var víst svo slæmur í hálsinum.

Eftir dansinn þá fórum við öll inn á leikskólalóðina þar sem búið var að gera garðinn fallegan með kertaljósum. Þar fegngu börnin kakó og piparkökur og hlustuðu á ljúfa jólatónlist. Jólasveinninn var þar á sjái og reyndi að eiga samskipti við börnin þrátt fyrir hæsið og blessuð börnin skildu handapatið og táknmálið sem jólasveinninn reyndi að nota til að gera sig skiljanlegan.

Allra yngstu börnin dönsuðu í kringum jólatréð inni í sal en jólasveinninn heilsaði upp á þau í gegnum glugga á salnum. Börnunum líkaði karlinn vel enda gat hann ekki komið upp orði.

Jóasveinninn færði öllum börnunum gjafir sem foreldrafélag Krakkakots var svo elskulegt að hjálpa honum með.

Alltaf skemmtilegt á jólaballi.

© 2016 - 2022 Karellen