Karellen
news

Heimsókn að Bessastöðum

12. 12. 2022

Elsta árgangi skólans var boðið í heimsókn að Bessastöðum í morgun til að hjálpa forsetahjónunum Herra Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid forsetafrú að kveikja á jólatrjánum fyrir utan Bessastaði. Alltaf mikil tilhlökkun í börnunum að heimsækja forsetahjónin. Þau tóku vel á móti okkur og buðu okkur upp á kakó og piparkökur ásamt því að dansa í kringum jólatrén við harmonikku undirleik. Jólastemmning og gleði.

© 2016 - 2023 Karellen