Karellen
news

Dagur leikskólans 2023

06. 02. 2023

Dagur leikskólans er ávallt haldin hátíðlegur í Krakkakoti með uppbroti á deginum. Í ár eins og undanfarin ár þá bjuggum við til stöðvar út um allt hús og börnin fengu að flæða á milli deilda og heimsækja hverja stöð ein oft og þau vildu. Börnin fengu líka að hafa áhrif á það sem var í boði því þau voru spurð hvað þau vildu hafa á degi leikskólans.

Í boði voru allskona stöðvar: Ljós og skuggi, ljósateikniborð, sköpun úr verðlausu efni, hrísgrjónastöð, lei, danspartý og borðar ( val barnanna) verðlaus efniviður til að leika með, bílar og bílabraut (val barnanna), segulkubbar (val barnanna), petshop (val barnanna), og teikniborð. Og síðast en ekki síst myrkragangur með glóljósum.

Í kaffitímanum bauð Björk í eldhúsinu svo uppá kanelsnúða í tilefni dagsins.

Alltaf skemmtilegur dagur, dagur leikskólans. Myndir verða að koma seinna, einhverjir erfiðleikar við að koma þeim inn með fréttinni.

© 2016 - 2023 Karellen