Karellen
news

Dagur leikskólans 2022

04. 02. 2022

Dagur leikskólans er haldin hátíðlegur í leikskólum landsins 6. febrúar ár hvert. Þar sem dag leikskólans ber upp á sunnudag þá fögnuðum við honum í dag í Krakkakoti.

Á þessum degi finnum við okkur einhver skemmtileg og öðruvísi verkefni og í dag vorum við með litla "Vetrarhátíð" þar sem við skemmtum okkur úti við ýmis verkefni og dustuðum rykið af sápukúluvélinni.

Við máluðum í snjóinn og sprautuðum lit í snjóinn. Elstu börnin fóru í göngutúr og leystu alskonar verkefni á leiðinni. Allra yngstu börnin tóku snjóinn inn til að leika með og handfjatla.

Elstu börnin og starfsfókið fékk það verkefni að skrifa eitthvað um leikskólann sinn.

Önnur eldri deildin var spurð hvað er skemmtilegast að gera í leikskólanum.

Hin eldri deildin var spurð hvað getur þú sagt um leikskólann þinn.

Starfsfókið var einnig spurt hvað getur þú sagt um leikskólann þinn.

© 2016 - 2023 Karellen