Karellen
news

Bóndadagur - Þorrablót

21. 01. 2022

Að íslenskum sið höldum við Bóndadaginn hátíðlegan í Krakkakoti með því að kynna fyrir börnunum gamla muni, segja þeim frá gömlum tíma, hvernig klæðnaður var, leikföng, áhöld og matur. Börnin mættu þjóleg og fín í leikskólann í dag. Alltaf gaman á Þorrablóti og í hádeginu fengu börnin uppáhalds mat margra, lifrapylsu og blóðmör ásamt því að smakka harðfisk, hákarl, hangikjöt og sviðasultu.

Til hamingju með daginn kæru feður.

© 2016 - 2023 Karellen