Karellen
news

Að fylla fötu

10. 09. 2021

Undanfarna viku hefur verið bókavika í Krakkakoti. Börnin hafa komið með bækur að heiman í leikskólann og foreldrar verið hvattir til að lesa fyrir börn sín. Við enduðum bókavikuna á samveru í salnum þar sem allar eldri deildarnar Álfaland, Heimaland og Bjarmaland komu saman og hlustuðu á bókina “Fill a Bucket” a guid to Daily Happiness for young children. Við erum búin að lausþýða þess bók og vörpum henni upp á tjald með myndvarpa.

Boðskapur bókarinnar er þessi. Við erum öll með ósýnilega fötu sem geymir allar okkar tilfinningar. Stundum er fatan full þá líður okkur vel og fatan er full að hamingjuríkum tilfinningum, stundum er fatan tóm og þá líður okkur ekki vel og tilfinningarnar leiði, reiði og óhamingja láta á sér kræla.

Við getum fyllt fötu hvors annars með því að vera vinsamlegur, brosa, sýna hvert öðru virðingu og hlýju. Veð getum líka tæmt fötu hvors annars með því að skilja útundan, meiða, segja ljót orð og hunsa svo eitthvað sé nefnt. Með því að nota þessa líkingu sjá börnin þetta mjög myndrænt fyrir sér.

Á yngri deildunum Draumalandi og Undralandi er umræðan um vináttu, vinsemd og kærleika meira tekin með brúðuleik og söng.

© 2016 - 2023 Karellen