Karellen
news

Ævintýraferð elstu barnanna

06. 05. 2022


Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki leikið við okkur í Ævintýraferðinni okkar þetta árið nutu börnin frá Krakkakoti og Holtakoti dagsins í "Ævintýraferðinni okkar 3. maí". Við þökkum Lionsklúbbi Álftaness fyrir frábæran dag en eins og undanfarin ár þá buðu þeir börnunum í þessa skemmtilegu ferð. Það var stjanað við okkur allann daginn í mat og skemmtun en við heimsóttum einn Lionsmann í bústaðinn hans og fengum þar grillaðar pylsur og ís.

Að því loknu þá heimsóttum við geitabúið hennar Jóhönnu að Háfelli við Hvítársíðu. Frábær dagur en svolítið blautur og kaldur en við vorum öll vel klædd svo þetta var ekkert mál. Mjög gaman að kynnast börnunum á Holtakoti og við áttum ánægjulega samveru með þeim.

© 2016 - 2024 Karellen