Karellen
news

Útskriftaferð

05. 05. 2021

Þriðjudaginn 4. maí fóru elstu börnin í leikskólanum (börn fædd 2015) í Ævintýrafeð í boði Lionsklúbbs Álftaness. Ferðinni var heitið í sumarbústað undir Hafnarfjalli sem einn Lionsmaðurinn var svo elskulegur að bjóða okkur í heimsókn til. Þar voru grillaðar pylsur og börnin fengu íspinna í eftirrétt. Börnin tóku hraustlega til matarsins og nutu þess að leika sér í veðurblíðunni.


Því næst var haldið upp að Hvítársíðu í heimsók að Háafelli til Jóhönnu geitabónda og fjölskyldu hennar. Þar var tekið vel á móti okkur og börnin fengu að leika sér með geitum og kiðlingum í góða stund. Áður en lagt var af stað fengu börnin djús, kleinur og ostaslaufur. Mjög skemmtilegur dagur sem gekk í alla staði afar vel enda hópurinn alveg til fyrirmyndar.



Við þökkum Lionsmönnum fyrir frábæra ferð. Það er ákaflega dýrmætt að eiga svona góða velgjörðamenn og fyrir það erum við mjög þakklát.

© 2016 - 2024 Karellen