Karellen
news

Umferðaskólinn ungir vegfarendur

03. 05. 2021

Á föstudaginn fengu elstu börnin í Krakkakoti (börn fædd 2015) umferðafræðslu. Þar sem enginn má koma inn í skólann núna þá sá leikskólastjóri sjáfur um fræðsluna. Farið var yfir öryggibeldi og öryggi í bílum almennt t.d. það að börn verða að vera orðin 150 cm á hæð til að mega sitja frammí í bíl. Eins lærðu þau hvernig fara á yfir götu, hvar er öruggast að leika sér og hvernig við getum best verið örugg á hjóli svo eitthvað sé nefnt.

Þetta var nú meira upprifjun en fræðsla þar sem börnin virtust flest vera með þessi atriði alveg á hreinu.

© 2016 - 2024 Karellen