Þorrablót í Krakkakoti

05. 02. 2019

Á Bóndadaginn fögnuðum við komu þorra að íslenskum sið og héldum þorrablót. Börnin söfnuðust saman í salnum og það voru sungin þorralög ásamt því að Sæbjörg og Hjördís voru með spunaleikþátt um "Gamala daga" þar sem ýmsir gamlir munir voru kynntir fyrir börnunum. Skuggaleikhússaga sögð og fléttuð inn í spunan. Sæbjörg er hafsjór af fróðleik um gamla tímann og talar góða og kjanryrta íslensku sem fékk óspart að njóta sín þennan morgun. Börn og starfsfólk snæddu svo þorramat í hádeginu í lopapeysum, lopapeysum og með kórónu á höfði sem höfðu verið búnar til í tilefni dagsins.© 2016 - 2019 Karellen