Karellen
news

Þorrablót

24. 01. 2020

Koma Þorrans var fagnað með hefðbundnum hætti í Krakkakoti á Bóndadegi. Komið var saman á sal skólans og börnin fræddust um "Gamla daga". Sæbjörg okkar kæra samstarfskona til fjölda ára kom og hjálpaði Hjördísi að fræða börnin um gömlu dagana með spunaleik og söng og í lokin fengu allir þeir sem vildu að smakka hákarl.

Börnin sungu þorralög og í hádeginu var að sjálfsögðu borðaður bragðgóður þorramatur.

© 2016 - 2024 Karellen