Karellen
news

Sumarstarf í Krakkakoti

04. 07. 2019

Sumarstarfið í Krakkakoti er í fullum gangi. Þessa vikuna erum við með "Rannsóknarviku". Við förum í vettvangsferðir út um allar trissur og skoðum náttúruna og hvað leynist í henni. Sumir hafa t.d. farið í fjöruna og komið heim með krabba sem var settur í krukku og skírður "Alli sólargeisli". Á einni deildinni var gerð tilraun með blóm, en börnin týndu baldurbrár og settu í flöskur með mismunandi litum matarlit og vildu athuga hvort blómin myndu breyta um lit. Og viti menn það gerðist! Búið er að athuga hvaða efniviður flýtur í vatni og hvað sekkur og svona mætti lengi telja.

© 2016 - 2024 Karellen