news

Vinafundur- söngstund í sal

28. 02. 2020

Á föstudögum eru vina söngfundir bæði hjá eldri og yngri deildum en í sitt hvoru lagi samt. Í vinafundum erum við að æfa ný lög í bland við gömul og mörg nokkuð krefjandi. Núna eru eldri deildirnar t.d. að æfa Anímónusönginn úr leikritinu um Ronju Ræningjardóttur.

Í vikunni hefur verið mikið að gera í skólanum alltaf eitthvað um að vera alla daga vikunnar bolludagur, sprengidagur, öskudagur, kærleiksstund með Stuðsveitinni fjör og í dag leikfangadagur og vinafundur.

Svo er þessi fíni snjór hér fyrir utan sem gaman verður að leika sé í, í dag.

© 2016 - 2020 Karellen