news

Slökkviliðið í heimsókn

16. 11. 2021

Þriðjudaginn 2. nóvember fengum við góða heimsókn frá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu. Þau voru komin til að hitt elstu börnin í skólanum og kynna fyrir þeim eldvarnir. Elstu börnin á Holtakoti komu til okkar að þessu sinni en skólarnir skiptast á að tka á móti slökkviliðinu sem koma í heimsókn á hverju ári um þetta leyti.

Börnin fræddust um hvernig við eigum að bregðast við ef upp kemur eldur og hvernig skal hringja í neyðarnúmerið 112. Að lokum fengu börnin svo að kíkja á slökkviliðsbílinn.


© 2016 - 2021 Karellen