Karellen
news

Páskaeggjaleit

26. 03. 2021

Hefð hefur skapast fyrir því að Foreldrafélagið bjóði foreldrum í páskasteinaleit laugardaginn fyrir páska. En þetta árið eins og í fyrra er það ekki hægt sökum sóttvarnarreglna.

Við ákváðum því að gera okkur glaðan dag í leikskólanum í staðin og ætluðum að hafa páskasteinaleit úti í mogun en vegna þess hversu veðrið var kalt þá ákváðum við að hafa leitina inni í. Foreldrafélagið sendi öllum börnum og starfsfólki eitt lítið páskaegg sem við földum í sóttvarnarhólfunum nema hjá yngstu börnum, þau fengu að leita að steinum sem þau gáfu páskakanínunni og kennararnir settu páskaeggin í hólf barnanna. Foreldrarnir ákveða þá sjálfir hvort þau vilji gefa börnunum eggið.

Börnin fengu "Páskakanínu" í heimsókn og var þetta mjög skemmtilegt hjá okkur. "Páskakanínan" passaði vel upp á sóttvarnir og fjarlægð við annað starfsfólk.


Sendum fjölskyldum barnanna í Krakkakoti sem og öðrum bestu ókir um Gleðilega páska. Njótið samverunnar í ykkar "Páskaeggi" Förum vel með okkur.


© 2016 - 2024 Karellen